föstudagur, júlí 29, 2005

Brottför

Jæja, búin að redda flugmiðum með hjálp minnar innilegu vinkonu Lilju :):):) Er nú komin með flugmiða í hendurnar, fer 26. ágúst og flýg til Köben, eyði helginni þar með stelpunum (tja, eða í Malmö) og flýg svo með Ryan Air til Berlínar, verð að ganga frá því fljótlega. Frieda mín kæra þýska vinkona hugsar mjög vel um mig og er búin að senda vin sinn á lestarstöðina þegar ég kem, til að taka á móti mér og hjálpa mér með farangur! Það er bara hugsað um mann eins og ósjálfbjarga smábarn... en, það verður gott að fá hjálp og kynnast einhverjum til að geta drukkið kaffi/bjór með fyrstu dagana ;) Fer svo heim 21. desember.

Góða verslunarmannahelgi

1 Comments:

Blogger Agla said...

Glæsilegt :D Við gerum e-ð skemmtilegt þessa helgi ;)

5:02 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home