miðvikudagur, júní 29, 2005

Indie-ball

Jæja, þá er ég búin að panta 22 fyrir Indie-ball 6. ágúst :) Mæting milli 20:00-21:00 og svo verðum við að hætta að spila um miðnætti, kannski hálf eitt í seinasta lagi. Fyrst er mæting heima kl. fimm þar sem létta veitingar verða í boði, svo getur fólk annað hvort verið hjá mér þar til ballið byrjar, eða skroppið heim á milli. Svo verður tilboð á barnum, stór bjór á 400 kall. Jibbí jei, þetta verður skemmtilegur dagur, ég ætla að vera búin með ritgerðina þá.

Er á leið til Leipzig í fyrramálið eldsnemma, tek rútuna kl. 4:30 og flugið er kl. 7:50. Kem svo heim á þriðjudaginn síðdegis.

Bless á meðan ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home