Max Planck
Skjótt skipast veður í lofti!
Ég ákvað að kíkja í heimsókn til Leipzig eftir þó nokkra umhugsun. Fyrir fólk eins og mig sem á erfitt með að taka eigin ákvarðanir hlustaði ég á ráð tveggja aðila sem ég lít mikið upp til, og keypti mér miða í framhaldi af því. Þetta er tækifæri sem ég ætti ekki að láta framhjá mér fara, kannski verð ég mjög hrifin af þessu og ákveð að vilja þetta fremur. Kannski sé ég að þetta sé alls ekki fyrir mig og verð þá enn sáttari við að fara til Bandaríkjanna.
Ég fer sem sagt út 30. júní og kem heim 5. júlí. Gisti hjá Friedu vinkonu minni í Berlín og við ætlum að ferðast aðeins um svæðið líka. Fara til Dresden og heimsækja kærasta hans í Hamburg. Jibbííí, ég hlakka til. Þetta verður gaman og alltaf góð æfing að fara í svona viðtöl.
Annars bað hann (sem hafði samband frá Max Planck, Mark Stoneking) mig að halda fyrirlestur um verkefnið mitt. Jesús, ef ég væri ekki svona smeyk við það væri þetta skemmtilegt tækifæri, ég sagðist ætla að sjá til. Ekki mjög prófessjonalt svar... almáttugur, og ég er á leiðinni í doktorsnám. Verð að fara að komast yfir þetta.
Jæja, best að snúa sér að ritgerðinni. Ég skilaði fyrsta kaflanum í gær, mjög góð tilfinning. Er að vinna í niðurstöðukaflanum núna. Þetta mjakast áfram.
Góðar stundir.
Ég ákvað að kíkja í heimsókn til Leipzig eftir þó nokkra umhugsun. Fyrir fólk eins og mig sem á erfitt með að taka eigin ákvarðanir hlustaði ég á ráð tveggja aðila sem ég lít mikið upp til, og keypti mér miða í framhaldi af því. Þetta er tækifæri sem ég ætti ekki að láta framhjá mér fara, kannski verð ég mjög hrifin af þessu og ákveð að vilja þetta fremur. Kannski sé ég að þetta sé alls ekki fyrir mig og verð þá enn sáttari við að fara til Bandaríkjanna.
Ég fer sem sagt út 30. júní og kem heim 5. júlí. Gisti hjá Friedu vinkonu minni í Berlín og við ætlum að ferðast aðeins um svæðið líka. Fara til Dresden og heimsækja kærasta hans í Hamburg. Jibbííí, ég hlakka til. Þetta verður gaman og alltaf góð æfing að fara í svona viðtöl.
Annars bað hann (sem hafði samband frá Max Planck, Mark Stoneking) mig að halda fyrirlestur um verkefnið mitt. Jesús, ef ég væri ekki svona smeyk við það væri þetta skemmtilegt tækifæri, ég sagðist ætla að sjá til. Ekki mjög prófessjonalt svar... almáttugur, og ég er á leiðinni í doktorsnám. Verð að fara að komast yfir þetta.
Jæja, best að snúa sér að ritgerðinni. Ég skilaði fyrsta kaflanum í gær, mjög góð tilfinning. Er að vinna í niðurstöðukaflanum núna. Þetta mjakast áfram.
Góðar stundir.
4 Comments:
hey, það þarf password á myndaalbúmið þitt!! ég vil kíkja! A.
Góð ákvörðun :). Og það er reyndar dálítið til í því að þú munt líklega þurfa að halda nokkrar kynningar og fyrirlestra í doktorsnáminu! "How to fight fear and win" eftir Don Greene er málið *glott*
Líst reyndar mjög vel á þessa ákvörðun þína...það væri brill að hafa þig í nágrenninu :):):)
uuu...bíddu ég vissi ekki að þú værir með blogg.. Annars fínt blogg ;);) -Hlakka til að heimsækja þig í Þýskalandi :D:D:D
kv Smiljan
Skrifa ummæli
<< Home