skýrslur og spurningaflóð
Undirbúningur fyrir brottför hafinn. Þarf að skila ítarlegri læknaskýrslu til Fulbright (helst í dag, ég er auðvitað alveg á síðustu stundu), og þurfti því að fara í blóðprufu í morgun. Þeir eru ansi hnýsnir kanarnir, það þarf að gera á mér hin ýmsustu próf til þess að fullnægja forvitni þeirra, svo þetta endar með um fimm heimsóknum til lækna. Frekar mikil tímasóun og maður skilur ekki alveg tilganginn með þessu öllu. Hvað segir persónuvernd um málið? Er ekki mjög auðvelt að mismuna fólki á grundvelli þessara upplýsinga? Þeir spyrja meira að segja um sjálfsvígs tilraunir, hvort maður hafi reynt. Hver er svo heiðarlegur að segja satt og rétt frá því? "Yes, two attempts, both failed, I´m hoping for a better environment in the States since you hand out gun licences like candy" Álíka undarlegt og að láta fólk fylla út spurningarlista fyrir komu til landsins þar sem meðal annars er spurt hvort fólk ætli að fremja hryðjuverk... afar furðulegt að búast við hreinskilni við slíkum spurningum.
Jæja, ef ég ætla að komast út í nám verð ég víst að klára eitt stykki masters ritgerð. Best að byrja...
Jæja, ef ég ætla að komast út í nám verð ég víst að klára eitt stykki masters ritgerð. Best að byrja...
1 Comments:
Til hamingju með síðuna skvís :) Verður gaman að fylgjast með þér hvar sem þú nú endar ;)
Skrifa ummæli
<< Home