þriðjudagur, maí 31, 2005

Krónískur kvíði

Úff, mér líður eins ég eigi aldrei eftir að klára þessa blessuðu ritgerð. Það er svo ótrúlega mikið eftir og tíminn gersamlega flýgur áfram. Hvernig á ég að fara að þessu? Ég hlakka svo til þegar ég er búin að klára (ef ég klára einhvern tíma!) og get litið til baka á þessar stress-vikur og hugsað "oh, hvað ég er fegin að vera ekki á þessum stað núna". En þá verður kannski tekið við nýtt stress, nýr kvíði. Sjæse...

Fer í síðustu læknisheimsóknina í dag. Lokaskoðunin. Fæ niðurstöður úr prófum. Einu prófin sem ég hef farið í þetta misseri.

Sendi prófessorum í Max Planck email í morgun. Vil að þeir fari að svara mér. Nenni ekki að lifa í þessari óvissu lengur. En annars eru miklar líkur á að ég fari bara vestur... sveiflast reyndar svolítið til með þetta. Maður vill annað þegar maður er uppi í rúmi á kvöldin í örygginu með Míó. Svo þegar maður vaknar virðist allt svo einfalt og auðvelt. Sem hægt og sígandi breytist í flókið og erfitt yfir daginn og verður að óendanlega óyfirstíganlegu rétt fyrir svefn.

Úff.

Núna er ekki komið hádegi, þannig að ég er bjartsýn og hlakka til að takast á við ný verkefni næsta vetur. En er samt afar áhyggjufull yfir ritgerðinni... vildi að ég gæti ráðið fólk í vinnu til mín sem gæti hjálpað mér að koma þessu öllu saman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home