mánudagur, júní 13, 2005

Bjartar nætur

Klukkan er að ganga eitt. Ég er búin að vera ofurþreytt í allt kvöld en allt í einu glaðvaknaði ég. Kannski eftir að horfa á Lost? Það er svo ótrúlega falleg birta úti, ég tími ekki að fara að sofa. Fór að skoða gamlar myndir. Ætlaði að ganga lengra með nostalgíuna og fara að skoða gamlar dagbækur, en hætti við sem betur fer. Það verður skrýtið að pakka niður albúmunum og geyma þau í geymslu í mörg ár. Mörg ár. Mörg ár er langur tími. En þegar ég kem til baka verða ný albúm, nýjar minningar, nýtt fólk. Ég hlakka til.

Er í fyrsta skipti með tölvuna í rúminu. Frekar þægilegt. Ætti samt frekar að taka upp bók og lesa.

Það eru allir svo fallegir í Lost. Hverjar eru líkurnar á því að flugvél farist með nánast eingöngu fallegu fólki innanborðs? En markmiðið er eflaust frekar að selja þættina í stað þess að endurspegla raunveruleikann.

Var að hlusta á Bloc Party diskinn um helgina. Mikið stuð. Hann mun fá spilun á Indie-kvöldinu. Já, talandi um það, Helga systir er búin að panta 6. ágúst fyrir Indie-kvöldið. Fyrst verður kveðju/útskriftarpartý heima svo verður stefnan tekin á 22 þar sem verður dansað frameftir nóttu. Það verður stuð. Takið frá 6. ágúst frá kl. 5 til X.

Styttist í Leipzig. Ætti að fara að semja stuttan fyrirlestur... æ æ æ

2 Comments:

Blogger Agla said...

Ohhhh....mig langar til íslands 6.ágúst!! Blocparty eru stuðlegir....og ennþá skemmtilegri live :D

11:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Noh, er Indie kvöldið fræga að verða að veruleika ;) Ég mæti :)

2:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home