laugardagur, júní 11, 2005

Leti

Búin að leysa krossgátuna í Mogganum. Búin að drekka morgunkaffið. Búið að kíkja á póstinn minn. Búin að spjalla smá á msn-inu. Þá er bara að byrja á verkefninu, vinna. Það er svoooo erfitt að koma sér að verki, hvernig stendur á þessu? Hvað er hægt að gera í þessu? Af hverju getur þetta ekki verið þannig að ég hlakki til að byrja að vinna? Er til svoleiðis vinna???

Sá Voksne Mennesker í gær e. Dag Kára. Mjög fín mynd, aðalkarakterinn minnti mig á Nóa Albínóa, ungur maður í smá tilvistarkreppu. Góður húmor og flott yfirbragð. Mæli með henni.

Mæli líka með mat frá Austurlandahraðlestinni, mjög gott. Ólöf vinkona kom í heimsókn með mat þaðan, svo kíktum við í bíó.

Úff, míó er of hugrakkur, hann stekkur upp í opinn gluggann á mikilli ferð og hangir svo út um hann og reynir að ná óheppnum flugum sem fljúga framhjá. Hann er of feitur til að lifa fallið af... en hvað getur maður gert? tekið þetta litla frelsi sem hann hefur af honum???

Jæja, mæli með að byrja að læra.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú getur alla vega verið ánægð með að vera vakandi klukkan 9 á laugardagsmorgni, sem er meira en flestir afreka!! Svo er veðrið orðið svo gott núna að þú ert án efa komin út að borða ís og njóta sólarinnar! Gott að búa í miðbænum núna :)

7:23 f.h.  
Blogger ellen said...

haha, klukkan er nú eitthvað vitlaust still, þetta var skrifað um eitt leytið! Ég fór út í sólina og er nú komin heim og er búin að vera að þrífa. Sem sagt, frídagur í dag, og ég ætla að njóta hans enn frekar...

10:02 f.h.  
Blogger ellen said...

haha, klukkan er nú eitthvað vitlaust still, þetta var skrifað um eitt leytið! Ég fór út í sólina og er nú komin heim og er búin að vera að þrífa. Sem sagt, frídagur í dag, og ég ætla að njóta hans enn frekar...

10:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home