fimmtudagur, júní 09, 2005

Forn bein

VÁ!

Ég fór með Agga á ancient-DNA rannsóknarstofuna sem er í sama húsi og geymsla Þjóðminjasafnsins, ótrúlega var þetta spennandi og skemmtilegt. Við skoðuðum lab-ið svo fengum við að skoða hauskúpur og bein landnámsmanna sem voru geymd í pappakössum í hillum sem náðu frá gólfi upp í loft. Merkilegt, mjög vel varðveittar hauskúpur sumar, ein sem við skoðuðum, sem var af konu, var með allar tennurnar og alveg heil að öllu leyti. Aggi er að vinna ancient-DNA project úr 100 landnámsmönnum þar sem hann tekur tönn úr hverjum einstaklingi og einangrar úr þeim DNA sem síðan er hægt að skoða og gera tilraunir með.

Ég fékk fiðring í magann ég hlakkaði svo til að fara út í nám og læra meira þessu tengt. Ég er heppin, og ég er ekkert smá ánægð með að vera á leið út í nám sem mér finnst ótrúlega spennandi, og sem opnar svo marga möguleika (sé fyrir mér svona Indiana-Jones fílíng, ég í Afríku að grafa upp bein, mæti svo grafræingjum sem reyna að stela frá mér beinunum, eða gullinu sem grafið var með þeim...) muahahahha, íha!

Ég er spennt, ánægð og himinlifandi yfir þessum tímamótum. Sama hvert ég fer, Leipzig, Penn State, alveg jafn spennandi möguleikar.

Jæja, best að koma sér í gírinn. Kannski er ég með nafn konunnar sem hauskúpan tilheyrði í grunninum mínum. Kannski var þetta hún Þórhildur Hrafnsdóttir kona Skarphéðins Njálssonar úr Njáls sögu. Kannski.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mikilvæg spurning: "Ef þú ákveður að fara til Þýskalands, ætlarðu að halda blog-nafninu vesturfari?" *glott*

10:38 f.h.  
Blogger ellen said...

Góð spurning! Það er búið að stinga upp á nafninu austurfari... en ég yrði virkilega að leggja höfuðið í bleyti ef plönin breytast!

1:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home