fimmtudagur, júní 23, 2005

Framfarir

Já, það hafa orðið framfarir. Ritgerðin gengur hægt, en ég er örugglega komin með um 80 blaðsíður sem er ágætt. Þarf bara að komast í gegnum niðurstöðukaflann þá er þetta allt á réttri leið. Er reyndar orðin smá kvíðin fyrir Leipzig og viðtalinu, en hlakka samt til að fá smá frí og slappa af, setjast á útikaffihús og drekka kaldan öl með Friedu. Ætla að undirbúa smá kynningu á verkefninu mínu og vera við öllu búin.

Er annars komin með húsnæði úti og mun leigja með Chris sem er innfæddur (áhugavert) og Kim sem er nýsjálensk stelpa. Þetta er hús á þremur hæðum, kjallari, jarðhæð og á 2. hæð eru svefnherbergin. Stórt hús sem lítur svona út: http://statecollege.apartmentstore.com/listing27.php það er hægt að fá svona virtual tour um neðri hæðina. Þetta er ekki sama hús, en sambærilegt. Rétt hjá skólanum og með stór svefnherbergi. Eins gott að hætta ekki við núna, er búin að lofa þeim að koma. Sjáum til, þeir þurfa virkilega að heilla mig upp úr skónum í Leipzig til að mér snúist hugur.

Jæja, ritgerðin bíður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home