Loksins búin að ákveða mig 100%. Eins og titillinn gefur til kynna þá er ég að fara til Leipzig. Búin að senda skólunum svar og búin að hafna Fulbright styrknum og búin að láta aumingja strákinn vita í State College að ég ætla ekki að taka íbúðina með honum. En ég fékk strax svar frá prófessornum í Penn State og hann sagði að ég ætti áreiðanlega eftir að njóta þess að vera í Max Planck og að skólarnir væru í samstarfi :) Mjög kúl.
Þá er bara að klára ritgerðina...
fer í kringum 25 ágúst held ég.
Hlakka til, held þetta hafi algerlega verið rétt ákvörðun.
Þá er bara að klára ritgerðina...
fer í kringum 25 ágúst held ég.
Hlakka til, held þetta hafi algerlega verið rétt ákvörðun.
1 Comments:
Til hamingju með ákvörðunina! Það er alltaf léttir þegar stórar ákvarðanir hafa verið teknar! :). Nú er bara að fara að pússa þýskuna.
Skrifa ummæli
<< Home