Pirrandi pör

Pör geta verið óþolandi. Ég fór til læknis í vikunni og þurfti að bíða á biðstofunni í EINN OG HÁLFAN TÍMA. Normalt hér í Þýskalandi þar sem læknar fá illa borgað og verða að sinna þúsund sjúklingum á dag, enda 90 milljónir manns í þessu blessaða landi. Ég tók sem betur fer með mér eitthvað að lesa, en gat ekki einbeitt mér að lestrinum því við hlið mér sat ung stelpa, sennilega nýólétt, og kærastinn hennar kraup við fætur hennar og þau voru að reyna að tala saman. Það reyndist þeim erfitt því þau urðu að kyssast eftir hvert orð, svo hver setning tók óratíma. "Eigum (koss) við (koss) að (koss) kannski (koss) elda eitthvað (vá tvö orð! koss) saman (koss) í (stór blautur koss, bæta upp fyrir kossaleysið milli tveggja orða áðan) kvöld (koss á enni)?
Er ekki spurning um að hlífa fólki í kringum sig við svona væmni??? Maður spyr sig.