fimmtudagur, mars 29, 2007

Pirrandi pör


Pör geta verið óþolandi. Ég fór til læknis í vikunni og þurfti að bíða á biðstofunni í EINN OG HÁLFAN TÍMA. Normalt hér í Þýskalandi þar sem læknar fá illa borgað og verða að sinna þúsund sjúklingum á dag, enda 90 milljónir manns í þessu blessaða landi. Ég tók sem betur fer með mér eitthvað að lesa, en gat ekki einbeitt mér að lestrinum því við hlið mér sat ung stelpa, sennilega nýólétt, og kærastinn hennar kraup við fætur hennar og þau voru að reyna að tala saman. Það reyndist þeim erfitt því þau urðu að kyssast eftir hvert orð, svo hver setning tók óratíma. "Eigum (koss) við (koss) að (koss) kannski (koss) elda eitthvað (vá tvö orð! koss) saman (koss) í (stór blautur koss, bæta upp fyrir kossaleysið milli tveggja orða áðan) kvöld (koss á enni)?

Er ekki spurning um að hlífa fólki í kringum sig við svona væmni??? Maður spyr sig.



laugardagur, mars 24, 2007

Are you good in DIY

Spurði Adrian Tomi í gær. Við rákum bæði upp stór augu og skildum ekkert í þessari spurningu, ég hélt þetta væri eitthvað efnafræðilegt svo mér fannst ekkert óeðlilegt við að skilja ekki spurninguna. En þegar Tomi vildi fá nánari útskýringar sagði Adrian á skýrari máta: "Are you good in do-it-yourself?" Ég hélt að kanarnir væru meira í því að skammstafa allt, vissi ekki að bretarnir væru farnir að gera þetta líka. Adrian varð bara móðgaður þegar ég stríddi honum fyrir þessa skammstöfun og sagði að þetta væri viðurkennt og almennt notað ORÐ. DIY. Jamm.

En Tomi er sko ekki góður DIY, þetta er svo miklir forréttindastrákar að þeir hafa aldrei prófað að mála, elda eða vinna. Magnað.

sunnudagur, mars 18, 2007

Komin heim :)


Þetta var æðisleg ferð - og æðisleg borg. Ég bjóst ekki við því að ég yrði svona hrifin af borginni, en ég heillaðist upp úr skónum. Ég verð að fara aftur, þetta var engan veginn nægur tími.
Þegar ég kom heim beið mín pakki frá Guðbjörgu - ég er ekkert smá ánægð, voðalega á ég góðar vinkonur, ég hoppaði af kæti, stórt páskaegg, sex lítil og kaffi. Og það besta.... BRÉF :):):) takk takk takk elsku Guðbjörg :):):) Ég ætla að halda matarboð í næstu viku því Nanditi, indverska stelpan sem ég hitti í Hyderabad er í heimsókn hjá Max, svo ég ætla að bjóða sex manns í mat því ég á sex lítil nóa og siríus páskaegg, og þýða málshættina fyrir gestina. Æði.
Meira seinna, þarf að ná í Nanditu á flugvöllinn :(

þriðjudagur, mars 13, 2007

París á morgun


Jibbíjei, ég fer til Parísar á morgun. Verð komin síðdegis og mun hitta Bryndísi á hostelinu okkar, förum vonandi eitthvað gott út að borða ;) Það er búið að spá 17 stiga hita og glampandi sól, ekki amalegt það. Kem aftur á laugardaginn síðdegis.

Tjusssíííí

laugardagur, mars 10, 2007

Bréf


Var ótrúlega ánægð þegar ég kom heim úr vinnunni á föstudaginn. Ég opnaði póstkassan (er alltaf með örlitla von um að það gæti leynst alvöru bréf til mín frá vinum eða fjölskyldu í póstkassanum mínum, alveg einsog þegar ég bjó í Litháen fyrir tíma netsins og það var það besta í heimi að finna bréf í póstkassanum frá Íslandi), og þar fann ég umslag frá SPRON og vissi að þetta væri frá Sólu þar sem hún var að senda mér blessaðan auðkennislykilinn. Ég vonaðist til að það væri kannski lítið bréf til mín í umslaginu, og vitimenn! Elsku Sóla hafði skrifað bréf. Fékk alvöru bréf, ég var svo ánægð, ég sparaði að lesa það þangað til ég var búin að búa mér til te og kveikja á kerti - búa til réttu stemninguna fyrir bréfið. Mmmm, það er ekkert smá skemmtilegt að fá bréf.
Nú vitiði hvað getur gert mitt litla, einmana hjarta glatt - alvöru bréf. Ég gaf Auði vinkonu bréfsefni áður en hún fór til Edinborgar... en það virkaði ekki sem skyldi. Ég heyri reyndar oftast í henni af öllum líklegast, þar sem hún er netfíkill einsog ég ;) Enginn pressa. Býst bara við fullt af bréfum í næstu viku annars - annars - æææ, mig langar bara svo í bréf.
Helgin að verða búin. Ég er að fara í heilnudd á morgun sem mun taka tvo tíma. Kvíði pínu fyrir, en hlakka líka til, Nandini fór síðustu helgi og var skýjum ofar þegar hún var búin.
Góðan sunnudag...
Og enn og aftur elsku Sóla, takk takk takk :)

föstudagur, mars 09, 2007

Föstudagur...

... og það birtir til í sálu minni ;)

miðvikudagur, mars 07, 2007

Sakna systu


þriðjudagur, mars 06, 2007

Mæli með þessari


Ég gat ekki hætt að lesa hana í gær, kláraði hana - var að lesa til þrjú, þetta er bók sem maður getur virkilega ekki látið frá sér fyrr hún er búin. Time Traveller´s wife eftir Audrey Niffenegger. Sumt sem fór í taugarnar á mér, en það fór lítið fyrir því, því það er svo margt gott við bókina.
Góða nótt!

föstudagur, mars 02, 2007

Verslað í matinn


Það er ákveðin reynsla að fara út í búð í Þýskalandi. Hér er ákveðið kerfi sem maður þarf að fara eftir, annars lendir maður í vandræðum, allavega leiðindum. Maður setur vörurnar á færibandið og afgreiðslufólkið stimplar þetta inn, svo er ekkert pláss hinu megin við færibandið til að setja vörurnar í poka. Maður verður að setja þær allar aftur í körfuna og fara að sérstöku pökkunarborði og raða þar í pokana. Sem er svo sem allt í lagi ef maður er með körfu, en ef maður er ekki með körfu þá þarf maður að vera helvíti fljótur að henda öllu jafn óðum ofan í pokana, annars koma vörur næsta kúnna og blandast við manns eigin vörur, öllum til mikils ama. Þetta er ansi erfitt ef maður er ekki með körfu (oft gleymi ég að taka með mér smápeninga, því maður þarf að hafa nákvæmlega einnar evru smápening til þess að geta fengið lánaða körfu), því stundum lendir maður með allar vörurnar í fanginu og reyndir að henda sér yfir á pökkunarborðið í von um að eggin eða jógúrtin detti ekki í gólfið og splundrist. Sem hefur komið fyrir. Svo er annað, flestir taka með sér poka, tösku eða hverskyns ílát undir vörurnar. Það tíðkast ekki að biðja um poka, sérstaklega ekki um litlu fríu pokana, þá verður afgreiðslufólkið pirrað og biður mann vinsamlegast um að muna að taka með poka næst. Svo það er eins gott að koma vel búin í búðirnar, með einnar evru smápengin, taupoka og tækni sem gerir manni kleift að henda vörunum fljótt í körfuna eftir innstimplun og pakka vel ofaní taupokana við pökkunarborðið á sekúndubroti. Jamm.
Sá annars sætan strák í búðinni áðan. Sá hann álengdar í búðinni og hugsaði með mér að það væri skömm hvað ég væri drusluleg í dag, annars hefði ég nú getað gefið honum auga. Svo lenti ég fyrir aftan hann í röðinni við kassan og var fljót að missa álit á þessum sæta strák. Hann var með grænan bakpoka, sem var kannski fínn fyrir tíu árum þegar hann var í heilu lagi. En hann var ekki fínn lengur og ekki í heilu lagi. Hann var gauðrifinn og stráksi var búinn að HEFTA hann saman. Já, þetta gera þjóðverjarnir til að spara penginana. Prima leben und sparen. Það má ekki gleyma þjóðarmottóinu. Hann var líka í götóttum skóm og þarf eflaust að dusta göturykið af sokkunum þegar hann kemur heim á kvöldin. Ef hann týmir þá að kaupa sér sokka. Já, sætu strákarnir hlýða líka þýskum lögmálum.