miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Wer früher stirbt, ist länger tot


Leigði þessa mynd í kvöld - mæli með henni, ótrúlega sæt. Ég er mjög stolt af mér, ég horfði á hana með þýsku tali náttúrulega (þetta er þýsk mynd, en frá Bavaria þar sem fólk talar afar undarlega), en ég gat skilið nánast allt með því að lesa textann, en hefði ekki skilið neitt nánast hefði ég ekki haft textann. Vá hvað þetta tungumál er misjafnt eftir stöðum, alveg ótrúlegt.
Fékk nýju dýnuna í gær og er hæstánægð. Allt annað líf. Nú get ég tekið á móti fullt af gestum því ég er með tvær aukadýnur í geymslunni.
Nú er ég komin með flugmiða til Parísar, fer 14. mars og kem aftur 17. Því miður enginn tími til að skoða París :( En ég mun hitta þar Bryndísi sætu, ekkert smá gaman að hitta hana reglulega á ráðstefnum í nýjum borgum ;)

mánudagur, febrúar 26, 2007

Berlínarhelgi

Mjög fín helgi - ákvað að vera aktív um helgina og nýta hana vel þar sem ég var farin að finna fyrir mikilli vinnu- og Leipzig þreytu. Á föstudaginn fór ég á frábæra tónleika með sígaunahljómsveitinni Fanfare Ciocărlia geðveikt stuð, mikið dansað. Mæli eindregið með þessari hljómsveit, sérstaklega live.

Vaknaði svo snemma á laugardagsmorgni og fór til Berlínar. Þar hitti ég Friedu og við fórum að versla, fór í tvær búðir sem selja vörur frá skunkfunk en ég fann ekkert sem mig langaði í, mikil vonbrigði. Fórum svo út að borða á afríkanskan veitingastað um kvöldið, afar ljúffengt, kíktum síðan á kaffihús þar sem maður ræður hvað maður borgar fyrir drykkina. Ótrúlegt að slíkt system virki í Þýskalandi... Á sunnudaginn fór ég svo á nýlistasafnið með Nandini og Söru sem er nýr nemi hjá okkur, mjög áhugavert - þar var sýning á videólistaverkum sem voru mörg hver ansi furðuleg. Kom svo heim í kotið á Augustenstrasse þar sem Marcel beið eftir mér með heita máltíð, namminamm. Frábær helgi - hlakka til þeirrar næstu, muahahahahaha.

mánudagur, febrúar 19, 2007

Partýstuð






Plötusnúðarnir og afmælisbörnin :)

Bolludagur


Var að fatta að það er bolludagur í dag. Ég held mig hafi aldrei á ævinni langað eins mikið í bollur. Nýbakaðar vatnsdeigsbollur, mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm. Kannski ætti ég að fara heim að baka...

Helgin var mjög fín, partýið heppnaðist mjög vel, fullt fullt af fólki og mikið mikið dansað. Þeir spila eðal tónlist strákarnir.

Bolludagur bolludagur bolludagur. Langar að fara heim að gera bollur í stað þess að gera pilates einsog ég var búin að ákveða. Gleðilegan bolludag.

mánudagur, febrúar 12, 2007

Extremely loud and incredibly close


Mæli með þessari - mjög skemmtilegur penni þessi höfundur, get ekki hætt að lesa hana.

Spakmæli úr bókinni:

"You cannot protect yourself from sadness without also protecting yourself from happiness"

Svo satt, svo satt!!!

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Nýbakað brauð á sunnudagsmorgni

Brauðvélin mín góða sem ég keypti mér fyrir jól hefur komið að góðum góðum. Á hverjum sunnudegi baka ég brauð í þessari merku vél, og í gær prófaði ég í fyrsta skipti að nota tæmerinn, svo ég vaknaði upp við brauðilm í morgun þegar vélin var búin að gera sitt. Ég get keypt heilhveiti í búðinni þar sem búið er að bæta við öllu sem til þarf, það eina sem ég þarf að gera að setja vatn í vélina og hveitiblönduna. Æði, svo í morgun fékk ég mér ilvolgt brauð með smjöri sem bráðnaði í brauðið, afar ljúffengt.

Annars kíkti ég í partý til Claudieh, sem var svona þemapartý. Þemað var spilavíti, svo við spiluðum póker, rúllettu og fleira. Ég tapaðai nánast öllu, en var farin að ná ágætis tökum á póker eftir 3ja tíma spil. Texas-póker, mæli með honum.

Ný vinnuvika á morgun - ég ætla að prófa nýja aðferð sem snýst um að magna upp mjög langa DNA keðju. 100 sinnum lengri en ég hef áður gert. Vona að það takist.

Annars er vetur í Leipzig. Það er búið að snjóa svo ég hef ekki getað notað hjólið mitt. Mig langar bara í vorið og sumarið... samt líður mér alls ekki einsog það sé febrúar, þetta er árið þegar veturinn gleymdist, svo öll árstíðaskynjun er brengluð. Gæti alveg eins verið september, eða apríl, afar ruglingslegt.

Takk fyrir afmæliskveðjur og takk fyrir að hringja í mig á afmælisdaginn kæru vinir, algert æði. Og ekkert smá gaman að fá pakka í pósti, ég verð að setja mynd inn af klakaboxinu sem Helga systir gaf mér, hm... ekki hægt, en kíkið á slóðina hjá þessum hönnuði www.odinn.com - mjög sniðugt. Annars átti ég afar ljúfan afmælisdag, fékk fullt af blómum í vinnunni og svo bauð ég fólki heim um kvöldið. Bakaði gulrótarköku, franska súkkulaðiköku, bakaði brauð (auðvitað) og gerði túnfisksalat. Namminamm. Drukkum rauðvín og borðuðum yfir okkur af óhollustu. Svo verður partý næstu helgi. Enn tími til að kaupa sér flugmiða til Berlínar...

mánudagur, febrúar 05, 2007

Hjálpum þeim...


Var að tala við Lilju vinkonu á msn-inu í kvöld og hún sagði mér að hún er bæði styrktarforeldri hjá SOS og heimsforeldri hjá Unicef. Mér fannst þetta svo gott hjá henni að ég ákvað að prófa að minnsta kosti annan kostinn, og gerðist heimsforeldri hjá Unicef. Kynnið ykkur málið, ég skora á ykkur að hjálpa fátækum börnum - ég held að okkur muni ekki um 1000 krónur á mánuði.


Ætti annars að vera að skrifa útdrátt um nýja verkefnið mitt - er að fara á ráðstefnu til Parísar 15-17 mars, hlakka mikið til því ég hef aldrei komið þangað áður - en mig langar í félagsskap, vill ekki e-r hitta mig í París helgina 17-19 mars??? Er að reyna að plata Auði, því hún og Hermann ætluðu að fara þessa helgi, en það er ekki víst, komið komið komið!!!


Annars sit ég her við tölvuna með hálfkláraðan abstrakt sem ég átti að skila fyrir helgi og sötra rauðvín. Reyni að fá andann yfir mig. Erfitt að skrifa um verkefni sem ég er ekki einu sinni byrjuð á...