mánudagur, ágúst 28, 2006

Manudagsmorgun. Er komin med nyja tolvu i vinnunni svo eg hef enga islenska stafi, nenni ekki alltaf ad koma med lap-topinn i vinnuna.

Er ad drekka besta kaffi latti i baenum, mmm - sem faest einmitt her i vinnunni. Fyrir adeins fimm evrur a manudi drekk eg kaffi eins og mig lystir. Thad besta vid ad maeta her a morgnana, thad er ljost.

Helgin var fin, for i tvo kvedjuparty. Tad er skrytid ad vinna a vinnustad thar sem rumlega helmingur starfsmanna eru erlendir og eru vanalega med frekar stutta starfsamninga (doktorsnemar eda postdokkar eda eitthvad slikt) - sem thydir ad madur verdur oft ad kvedja thetta folk fyrir fullt og allt thegar thad haettir. Sem er sorglegt. Ben - ungi amerikaninn og Philipp sem atti edluna Paco eru ad fara hedan i september. Philipp hinn ungi og klari fer til Kina og stofnar thar sinn eigin rannsoknarhop a vegum Max Planck. Ben fer aftur heim til Conneticut. Vaeri alveg til ad fara i heimsokn til Philipps i Kina. Hann gaf allt dotid sitt adur en hann for, eg fekk kommodu, sofa, mottu og... PLASMASJONVARP, hohohoho. Thad er reyndar bilad, en thad er enn i abyrgd, svo eg aetla ad fara med thad i vidgerd - mun svo ekki yfirgefa heimili mitt ef haegt verdur ad gera vid thad. Sei sei.

Goda vinnuviku.

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Ganga um Saxóníska Sviss








Langaði að sýna ykkur myndir frá göngunni á sunnudaginn. Fór í dagstúr með Kötju í þjóðgarð sem heitir Saxóníska Sviss - ótrúlega fallegur staður, svolítið langt frá Leipzig - það tók þrjá tíma að komast þangað með lest. En það var þess virði.

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Pandora

Þvílík snilld, maður leitar t.d. af einni hljómsveit eða lagi, og þá býr Pandora til útvarpsstöð fyrir mann með lögum/flytjendum í svipuðum stíl. Maður getur búið til "reikning" þar sem maður getur haft nokkrar útvarpsstöðvar - t.d. get ég hlustað á þetta heima í gegnum netið - í nýju fínu græjunum mínum, jazz, indie, popp eða hvað sem er. Schniiiilld. Tjékkið á þessu.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

fleiri myndir

jæja,

þá eru fleiri myndir komnar inn - í sama albúm, góð sería af Öglu og Vlada :)

Bloggvesen



Þetta er svona í fjórða skipti sem ég geri tilraun til að blogga (með mynd), og aldrei hefur tekist að ljúka. Ekki vegna þess að mér hefur ekki tekist að ljúka, heldur síðunni. Eru fleiri í vandræðum með blogg-síðuna? Hún er ótrúlega hæg - sérstaklega síðdegis, mig grunar að það sé of mikið álag á henni þegar fólk hinu megin Atlandshafsins vaknar, frekar fúlt, ég er að gefast upp á þessari síðu. Í gær tókst mér að skrifa blogg (með mynd) og síðan þegar ég ýtti á "publish post" , s.s. lokaskrefið, þá gafst síðan upp - þið getið ímyndað ykkur hvað það var pirrandi.

Nóg um það, ég er í vinnunni og get því ekki mikið sagt enda ekki sniðugt að vera að blogga í vinnutíma, en þetta er eini tíminn sem síðan er nothæf. Ég ætla að reyna að setja rest af myndum inn um helgina, ótrúlegt að það sé fimmtudagur og það er að koma önnur helgi, vikan er búin að líða hratt. Fór í mat til Kötju í gær sem er komin aftur heim frá Afríku, ótrúlega gaman að fá hana aftur heim, nú er miðvikudagsdinnerinn kominn aftur á dagskrá og tvær stelpur búnar að bætast í hópinn, ein frá Indlandi og önnur þýsk. Mjög fínar, mér líst vel á þetta, maður á von á góðum mat... skemmtilegar samræður, þær hafa allar dvalið í Afríku um hríð - allt ákveðnar stelpur með bein í nefinu! Mjög fyndið að heyra Kötju tala um kærastann sinn þegar hann kom í heimsókn til hennar til Úganda, þvílík prímadonna og paranojusjúklingur - hann gerði ekki annað en að kvarta undan klósettaðstæðum og skordýrum - svo hélt hann að hann væri kominn með sýkingu í eyra því hann heyrði svo skrýtin hljóð, en þá var það bara vindurinn sem hljómar víst öðruvísi þar en í Austurríki, hahahaha - hann var víst að gera aumingja Kötju gráhærða með kvörtunum.

Annars er ég komin á fullt í vinnunni aftur, búin að ná mér eftir leiðinlegu Englandsferðina og er kominn í vinnugírinn. Það er búið að vera grátt og nokkuð kalt síðan ég kom heim frá Englandi, en það er fínt, eðal vinnuveður. Samt pínu of snemmt að fá haustið í ágúst verð ég að segja, langar í smá meiri sól og hlýju.

laugardagur, ágúst 05, 2006

myndir frá íslandi

jæja, ég er búin að vera að reyna að setja inn myndirnar frá íslandi en síðan er voðalega erfið, mér tekst að setja nokkrar í einu en svo gefst hún upp. Og nú er ég búin að gefast upp í bili, en það eru komnar nokkrar myndir og passwordið er það sama og áður, allt með litlum stofum!

Set inn fleiri myndir þegar síðan er komin í lag, myndir af Öglu og Vlada líka, góð syrpa sem ég tók af þeim. Því miður var ég ekki búin að tæma myndavélina þegar sóla og davíð voru hér svo ég gat engar myndir tekið af þeim :( En sóla var búin að lofa að senda mér e-ar myndir... (tókuð þið myndir í partýinu hjá hannesi??). Það var rosa gaman að fá þau í heimsókn, vildi bara að ég hefi verið hressari, var uppgefin eftir fríið á Íslandi!!! En við fórum nú samt í tvö partý, og partýið hjá hannesi var rosa fínt, haldið á þakinu hjá þeim, þau eru með um 400 fm. þak til afnota, ekkert smá flott, það var rosa gott veður og vín og matur og allt. Mjög gaman, og gaman að fá Sólu og Davíð með :)

Er að jafna mig eftir Englandsferðina sem var slítandi og leiðinleg! Fer svo aftur í vinnuna á morgun... alvara lífsins....

Er að fara að versla mat handa míó og svo ætlar Marel að elda handa mér indverskan mat í kvöld, mmmm.

Annars róleg helgi, var ein heima í gærkvöldi sem var yndislegt (svo langt síðan ég hef verið ein heima), eldaði mér gott pasta, fékk mér rauðvín og horfði á tvær dvd myndir sem ég keypti mér á Englandi; March of the penguins sem er algert æði, og svo Brokeback Montain sem er líka mjög góð. Ótrúlegar þessar mörgæsir, þvílík barátta að lifa af veturinn á Suðurskautinu, svo kvarta ég hér. En svo yndislega fallegt hvernig þær skiptast á að annast eggið og ungana litlu (einn ungi á mörgæsarpar hvert ár), alveg ótrúlegt.

Góða helgi.

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

a ferdalagi

uff hvad eg er threytt a ad ferdast, er nuna i london ad bida eftir flugi til leipzig, a 3 min eftir af nettima minum her og hef ekkert annad ad gera en blogga! Djaes. Buin ad vera omurleg ferd i alla stadi held eg bara, nema eg nadi ad versla adeins a flugvellinum adan sem var gaman, baekur og dvd. Annars hefur allt gengid a afturfotunum, meira fra tvi sidar.

Ellen seeeeinheppna.