laugardagur, apríl 29, 2006

Frí frí frí

Jæja, á morgun fer ég til Krítar í viku. Enda ekki nema rétt rúmlega fimm stiga hiti hér í dag. Góður tími til að flýja og fara í meiri hlýju. Erum ekkert búnar að plana, né panta gistingu. Erum með Lonely Planet að vopni sem mun vonandi koma okkur til bjargar.

Fetaostur, ferskt salat, sjávarréttir, ouzo, strönd, sól og hiti bíða mín....

njótið heil

E

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Vor og líf og sól og hiti í Leipzig


Vorið, eða sumarið öllu heldur, kom í Leipzig á tveimur vikum. Fyrir tveimur vikum var hér snjór og öll trén allsnakin. Nú eru þau í fullum skrúða, sólin skín og það er 15 stiga hiti. Þetta gerðist í einni svipan, ótrúlegt - ég held að það verði ekki aftur snúið héðan af, þetta er komið til að vera. Og ég tek því fagnandi, fyrir utan hvað það er erfitt að vinna inni þegar sólin skín og fuglarnir syngja og allt kallar á mann út. Út út, og það er líka allt allt of heitt hér inni, þetta verður enn verra í sumar. Held ég verði að mæta í bikiníi í vinnunna til að lifa vinnudaginn af.

Var að hlusta á Rás 2 í gær og heyrði viðtal við konu í Berlín sem mér fannst afar skemmtilegt og fyndið. Hún talaði um tvennt sem ég hef líka tekið vel eftir hér í Leipzig. Í fyrsta lagi það að Þjóðverjar sjúga ekki upp í nefið. Ónei, þeir kannast bara alls ekki við þetta fyrirbæri, þeir ganga alltaf með snýtipappír á sér og snýta sér alls staðar, anytime, anywhere. Þýsku vinir mínir hér eru enn mjög hissa yfir því þegar þeir spyrja mig um snýtipappír og ég svara þeim að ég hef aldrei gengið með snýtipappír á mér. Að Íslendingar sjúga upp í nefið eða snýta sér í einrúmi. Ekki á almannafæri. Þeim finnst ógeðslegt að sjúga upp í nefið, enn ógeðslegra hljóð en þegar fólk snýtir sér. Skrýið að svona lagað geti falist í menningu.

Annað að þegar fólk hittist á almannafæri, t.d. í lyftum þá heilsast það ekki eins og tíðkast oft heima. Heima segir fólk "góðan daginn", en hér tíðkast það hins vegar að kveðjast þegar fólk t.d. fer úr lyftunni, eða lestinni eða öðru slíku. "Tchuss", en ekki "guten tag". Svo er það merkilegt með þjóðverjana hvað þeir tala mikið um peninga. Það er eins og með veðrið heima líklega, þeir tala örugglega eins mikið um peninga eins og Íslendingar tala um veðrið. Og þeir skipuleggja.... þetta er örugglega skipulagðasta þjóð í heimi. Allt er skipulagt í þaula, hver dagur nánast - þó sérstaklega fríin. Þegar ég kom í heimsókn til vinkonu minnar í Berlín síðasta sumar var hún búin að skipuleggja hvern einasta dag frá morgni til kvölds. Enginn frítími, stanslaus vinna. Sama þegar ég fór að heimsækja foreldra Claudieh, pabbi hennar var búin að búa til litla dagskrá og matseðil fyrir helgina. Merkilegt. Voða lítið um spontant ákvarðanir og óvissu. Ekki mikil ævintýramennska hjá meðalþjóðverja. Til þess þarf hæfileika til að skipuleggja ekki.

jæja, best að koma sér að verki á þessum sólríka sumardegi.

óverandát.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Páskalok


Páskafríið búið, komin aftur í vinnuna. Ég er búin að setja inn fleiri myndir af íbúðinni, úr vinnunni og frá páskafríinu :)

Þetta var mjög vel heppnuð ferð, heimsótti tvo staði, fyrst
  • Karlsbad

  • Karlsbad og svo lítinn fallegan miðaldabæ;
  • Loket

  • sem er í hálftíma fjarlægð frá Karlsbad. Karlsbad er líka fagur bær, en svolítið yfirdrifinn í þeim skilningi að það er búið að gera miðbæinn mjög mikið upp, svo hann lítur svolítið út eins og dúkkulísubær - troðfullur af túristum og snauður af lokal fólki og lókal stemningu e-n veginn. En samt fagur og gaman að koma þangað.

    Það var lítið annað gert en að skoða bæina, ganga um náttúruna í kring, borða á ýmsum misgóðum veitingastöðum og koma sér í skjól undan skúrum! Það var ótrúlega gott að fá smá frí frá Leipzig og vinnunni, og frábært að geta skroppið í aðra menningu, annað land á aðeins 3-4 tímum, Leipzig er svo nærri landamærunum við Tékkland - mjög kúl, gaman að geta skroppið þangað í stuttar helgarferðir í framtíðinni. Þetta er kosturinn við að búa á meginlandinu, stutt í allar áttir.

    Saknaði þess samt að fá Nóa og Siríus páskaegg og alvöru góðan íslenskan páskamat. Við borðuðum á frekar vondum veitingastað á páskadag, því allt var lokað í Loket, fékk mér önd og kartöflu-traditional-eitthvað með sem olli því að ég fékk slæma magapínu um kvöldið. Skemmtilegt. En ég fékk þó páskahérasúkkulaði í stað eggs, sem var ekkert síðra, nema það vantaði bara málsháttinn. Langar í málshátt. Óska eftir málshætti.

    Gleðileg páskalok.

    miðvikudagur, apríl 12, 2006

    tékkneskt páskafrí


    Þá er það ákveðið. Ég ætla til Tékklands um páskana. Sennilega ekki til Prag, frekar í náttúruna, í annan af tveimur (eða fleiri?) fjallgörðum sem eru við landamæri Þýskalands. Þrái að komast úr borgarlífinu í smá náttúru, en því miður spáir rigningu og áframhaldandi kulda. Hvað er með þennan endalausa vetur??? Það kom ein góð helgi hér, annars er búið að vera sama veðrið í svona þrjár vikur núna; fimm stiga hiti, grátt, rigning. Fremur depressing verð ég að segja.

    En! það verður gaman að fara til Tékklands, í nýja menningu, ódýran mat og ódýran bjór og allt það. Er samt frekar öfundsjúk út í Elínu sem skellti sér heim til Íslands og er að fara að borða með stelpunum á Vegamótum í kvöld. Ég hlakka til að koma heim í sumar, mér finnst óralangt síðan ég var þar um jólin. Núna er mamma flutt úr Rjúpufellinu í Hafnarfjörð, svo ég mun aldrei koma í gömlu góðu íbúðina þar aftur, það er skrýtið. Nú verður enn lengra fyrir mig að koma mér heim úr miðbænum þegar ég kem í heimsókn, held ég verði bara að rekja leigjendur mína úr íbúðinni á blómó þegar ég kem heim. Aðeins tveir vinnudagar eftir.... jibbííí.

    mánudagur, apríl 10, 2006

    PLUS = prima leben und sparen

    heyrði þetta orðatiltæki frá þýskum vini mínum um daginn. Þetta segir allt sem segja þarf um þjóðverja, þýsk þjóðarsál í hnotskurn!!!

    á ekki beint við um íslendingana...

    þriðjudagur, apríl 04, 2006

    Krít í verðlaun


    Fréttir fréttir, hvað haldiði að ég hafi gert í gær? Ég bókaði vikuferðalag til Krítar :):):) Fer í lok apríl og verð í viku, í Heraklion. Ég ætla að gefa mér þessa ferð í verðlaun fyrir alla þessa fyrirlestra sem ég þarf að halda núna, einn í gær, einn á fimmtudaginn og svo annar á mánudaginn næsta, þrír á viku, aðeins of mikið fyrir minn smekk. Svo ég ákvað að fara suður, því hér er aftur búið að kólna og það er búið að spá snjókomu á næstu dögum. Ég þrái sól og hita. Svo ég veit ekki hvort ég komi til Kaupmannahafnar/Malmö um páskana, kannski verð ég að vinna af mér þetta frí... sem er mjög leiðinlegt því mig langar svo að hitta ykkur stelpur. En ég kem þá í sumar, loooooofa! Claudieh kemur með mér, við förum bara tvær, jesús hvað ég hlakka til. Liggja í sólbaði smá, borða góðan grískan mat, drekka gott rauðvín og ouzo og bara slappa af í hitanum og sólinni. Jiiihhhííííí. Annars dauðlangar mig að komast í helgarfrí frá Leipzig, hver veit nema ég skreppi stutt yfir páskana líka...

    mánudagur, apríl 03, 2006

    Jeremia Jones

    Halú,

    Meine neue name ist Jeremia Jones. Ich bin ein junges Frau, nur 30 jahre alt und das ist sehr jung naturlich. Ich bin sehr mude heute und habe nich viel gemacht, das ist schlecth glaube ich. Ob sie haben Andeuting uber was ich machen können, das wird sehr gut fur mich. Ob nicht, dann sage ich tschus und bis dann.

    Ég er að setja nýjar myndir af íbúðinni með húsgögnum á netið ;) ef þið hafið áhuga...

    over and out.