miðvikudagur, mars 29, 2006

Sætustu börn í heimi


Helga systir var svo yndisleg að senda mér pakka :) Ég fékk hann í gær (ég reyndi að hringja í þig í gær líka), og í honum var bók og diskur með fullt af myndum frá jólunum, meðal annars þessi fallega mynd af Unu og Aski - sætustu börnum í heimi ;) Þúsund þakkir elsku Helga.

Hér skín sól og það er hlýtt, þetta er yndislegt. Mjög mikið að gera í vinnunni næstu tíu daga, svo kemur páskafrí, get ekki beðið, það verður gott að komast aðeins frá Leipzig í smá frí.

Best að halda áfram...

sunnudagur, mars 26, 2006

Vor og plön og fleira

Það er komið vor. Ótrúlegt en satt, alveg súrrealískt hvað þetta gerðist fljótt, ég þori varla að tala um þetta. Í gær og í dag er búið að vera .... haldið ykkur... 15 STIGA HITI!!! ótrúlegur munur, ég get ekki lýst því. Þarf ekki að vera með vettlinga, trefil í þykkri ullarpeysu. Fór út í stuttum jakka í dag án allra vetrarfylgihluta - og það var yndislegt. Það hlýtur samt að koma kuldi aftur, þetta getur ekki gerst svona hratt. Svo breyttist tíminn aftur í dag, þannig að nú er tveggja tíma munur á Þýskalandi og Íslandi, sem þýðir líka að það er bjart hér til sjö :) Sumarið er handan við hornið.

Abstraktinn minn var samþykktur fyrir HUGO http://hgm2006.hugo-international.org/(Human Genome Organisation) ráðstefnuna, ég mun vera með poster um verkefnið mitt sem ég er að gera hjá Max Planck (Polynesíu-verkefnið), og ég er mjög ánægð með það. Ráðstefnan verður í Helsinki í lok maí, ég mun sennilega vera þar í rétt tæpa viku, kem heim rétt í tæka tíð fyrir komu mömmu og Karlottu :) Þær koma í kringum 10. júní og svo kemur Helga sys nokkrum dögum seinna, ekkert smá gaman. Bryndís vinkona verður með fyrirlestur á þessari ráðstefnu, ég er voða stolt af henni og mun geta veitt henni allan minn stuðning fyrir þetta :):):) Híhíhíhí.

Páskaplön. Var að reikna út hvað það myndi kosta mig að fara til Íslands, held það sé bara of dýrt fyrir mig :( Ég er búin að eyða svo miklu í húsgögn og flutninga... en mig langar svoooo á Wedding Present og mig langar svoooo að hitta vini og fjölskyldu. En ætli ég bíði ekki með það til sumars, ég kem pottþétt í heimsókn í sumar.

Er að gera skattskýrslu. Leiðinlegt.

Helgin var mjög fín, fór í svaka partý á föstudaginn - mikið stuð. Á laugardeginum var ég ekki sú hressasta en Kun og Ben komu til mín og elduðu kvöldmat handa mér, þvílík þjónusta :) Svo horfðum við á Flight Plan (eða hvað sem hún heitir nú) með Jodie Foster, frekar léleg verð ég að segja. En ég horfði líka á mynd sem heitir "A love song for Bobby Long" sem var mjög fín, mæli með henni. Scarlett Johansson og John Travolta fara á kostum. Svo í dag komu Hannes og Bea til mín í hádegismat og Hannes hengdi upp ljós og hillur og spegla fyrir mig. Gott að þekkja menn með verkfæri hér! Fórum svo á sýningu um sögu rokksins í Þýskalandi, mjög áhugavert.

Jæja, best að klára skattinn.

fimmtudagur, mars 23, 2006

Ísland vs Svíþjóð




Hm..... góð tilboð í gangi verð ég að segja... ég er að vinna í þessu máli, ákveð mig í seinasta lagi á morgun held ég. Verð nefnilega að fara að panta flug, það eru margir að ferðast á þessum tíma.

Tónleikarnir í gær voru mjög skemmtilegir, gott live band verð ég að segja, en ekki eins skemmtilegt að hlusta á þá heima í stofu. Við fórum svo svo á kaffihús eftir tónleikana í Neustadt í Dresden sem er mest hipp og kúl hverfið í þeirri borg, og kaffihúsið að sjálfsögðu afar hipp og kúl. Ég lokaði augunum þegar við komum á hraðbrautina frá Dresden (ekki vanþörf á þar sem fólk keyrir á 180 km/klst og það er yfirleitt mikil umferð) en þegar ég opnaði augun aftur vorum við að renna í hlað á Augustenstrasse, ótrúlegir töfrar.

Ég er ekki frá því að það sé aaaaðeins farið að vora í Leipzig loksins, amk er sólin farin að skína og fuglarnir syngja, mjög gott mál það. Ég er að reyna að komast á ráðstefnu í Helsinski í Maí, er að bíða eftir kommenti frá yfirmanninum, mig langar svo að fara þar sem Bryndís vinkona verður með fyrirlestur þar. Væri ekkert smá gaman að hittast í Finnlandi og fá okkur öllara eða tvo.

Jæja, best að koma sér að verki hér, ekki seinna vænna þar sem klukkan er orðin hálf tólf.

þriðjudagur, mars 21, 2006

Kaisers Orchestra


Er

að fara á Kaisers Orchestra tónleika í Dresden á morgun. Er ekki búin að hlusta mikið á þessa tónlist, en Claudieh gaf mér tvo diska og ég var ekki að fíla þá allt of vel, en ég gæti vel trúað að þetta væri mjög gott live band, mikil læti og mikið stuð.

Íbúðin mín er að verða voða fín, vantar samt heilmargt ennþá, ég verð eiginlega að setja inn fleiri myndir til að sýna ykkur allt sem ég er búin að kaupa. Svo vantar mig hugmyndir fyrir einn vegg í stofunni, langar að mála hann en veit ekki í hvaða lit.

Styttist í páska, ég get ekki ákveðið mig hvað mig langar að gera um páskana. Annað hvort skelli ég mér í heimsókn til Íslands eða fer til stelpnanna í Danmörku/Svíþjóð.

Hér er enn mikill vetur, kuldi, snjór og eeeendalaust grátt veður, er að verða mjög þreytt á þessu og þrái að komast frá borginni.

föstudagur, mars 17, 2006

Ný íbúð og snjór og heimsókn og myndir


Jæja, loksins loksin búin að setja inn myndir af íbúðinni og heimsók Auðar og Hermanns, og eitthvað aðeins fleira. Passwordið er það sama og fyrr (fyrir fyrsta albúmið held ég).

Hér er allt á kafi í snjó ennþá, þið sjáið það á myndunum.

Annars er allt fínt að frétta, vorið er vonandi á leiðinni. Er á leið í tvö afmælispartý um helgina...

meira síðar...

miðvikudagur, mars 08, 2006

Myndir og fleira

Jæja, mætt aftur til vinnu, tók mér frí síðustu tvo daga til að vera með Auði og Hermanni, þau komu á laugardaginn og voru að fara í morgun. Ótrúlega gaman að hafa þau í heimsókn og við gerðum margt skemmtilegt, eins og að fara í BIMBOTOWN og dýragarðinn! Ég reyndi að setja myndir inn af íbúðinni um daginn en snúran sem nota til að tengja myndavélina við tölvuna virkaði ekki, þannig að tölvan sá ekki að ég var að reyna að tengja myndavélina við hana :( Ég reyni aftur fljótlega og bæti þá við myndum af heimsókn Auðar og Hermanns.

Veturinn heldur ótrauður áfram hér, mikill snjór og frost og snjór og frost, ég bara á ekki til orð yfir þessum endalausa vetri. Þrái vorið svoooooo mikið.

Verð að fara að vinna, skrifa meira seinna. Myndir koma fljótlega.