þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Ný íbúð

Loksins loksins er ég flutt inn í nýju hlýju íbúðina. Ég er ótrúlega ánægð, íbúðin er æði. Hlý og björt og fín, nema húsgagnalaus. Það er erfitt og dýrt að koma sér upp nýrri búslóð, eiginlega smá fáránlegt svona þegar maður á eina slíka heima á Íslandi. Ég fór í IKEA á föstudaginn og eyddi 230 evrum í smádót, engin húsgögn. Ótrúlegt. En ég er búin að kaupa notað rúm og lítinn sófa, sem ég mun vonandi hafa bara tímabundið, ljótur blár lítill ikeasófi. Að öðru leyti er lítið annað í íbúðinni so far, fötin í kössum og ferðatöskum sem er óskemmtilegt. Ég er búin að mynda íbúðina bak og fyrir, læt þær fljótlega á netið.

Auður og Hermann eru að koma í heimsókn um helgina, ég hlakka miiiikið til. Því miður verður íbúðin sennilega enn tóm og lítið hugguleg, og veðrið ekki upp á marga fiska, það snjóar látlaust og það er frost. Eeeeen, þrátt fyrir þetta allt verður ótrúlega skemmtilegt að fá þau í heimsókn :):):)

Ný addressa:
Augustenstrasse 24
04317 Leipzig
Deutschland

Ég fæ ekki nýtt númer fyrr en eftir e-ar vikur því miður, ekki netið heldur, afar slæmt.


meira síðar...

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Fleiri myndir

Er búin að setja inn nokkrar myndir frá afmælispartýi Kun síðustu helgi :)

Annars er ég að fara að flytja á morgun, get vart beðið. Verð ólýsanlega fegin að losna við kuldann úr gömlu íbúðinni. Ég mun vonandi fá nýtt símanúmer fljótlega, ég læt ykkur vita sem fyrst.

Hér snjóar á fullu og það er búið að vera frost undanfarið, og fer kólnandi. Þetta er veturinn sem aldrei tekur enda, ég er búin að fá mig fullsadda af þessum kulda, hananú! Búin að vera með hálsbólgu í tvær vikur sem heldur fyrir mér vöku, kvart kvart kvart...

Góða helgi.

mánudagur, febrúar 20, 2006

Klukk

Ætla að svara klukki frá Elínu ;)

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina:
Ikea - mötuneyti
IBM lagervinna í Kaupmannahöfn
Íslensk Erfðagreining
Max Planck í Leipzig

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
Lost in Translation
The Graduate
Manhattan
High Fidelity

4 Staðir sem ég hef búið á:
Rjúpufell
Englandsvej, Kaupmannahöfn
Blómvallagata
Kurt-Eisner-Str, Leipzig

4 Þættir sem ég fíla:
Seinfeld, aftur og aftur og aftur
Little Britain
Fawlty Towers
Office

4 Staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Trinidad-Kúba
Delhi-Indland
Tallin-Eistland
Buenos Aires-Argentína

4 síður sem ég skoða daglega: (fyrir utan blogg)
mbl.is
eva.mpg.de
kreutzerleipzig.de
yahoo.com

Fernt matarkyns sem ég held upp á:
Parmesan ostur
súkkulaði
nýmalað kaffi með flóaðri mjólk
lasagna

4 Staðir sem ég vildi helst vera núna á:
Í heimsókn í Reykjavíkinni góðu
á heitum suðrænum stað við strönd
á fjallstindi í 4000 m hæð
í nýju íbúðinni


Nú klukka ég Lilju og Svanhvíti ;)

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Fuglaflensa í Þýskalandi

Jæja, þá er hún blessuð fuglaflensan komin hingað til lands. Í gær fann ég hráan kjúklingabita á svefnherbergisgólfinu mínu sem Míó hafði greinilega krækt sér í þegar sambýlingarnir voru að elda. Berst flensan í ketti? Á maður að hafa áhyggjur og hætta að borða allt fuglakjöt? Ég verð að viðurkenna að ég er ekki búin að kynna mér málið náið, maður ætti kannski að fara að gera það...

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Símanúmer

Gleymdi einu, stelpurnar kvörtuðu undan því að ég setti vitlaust gsm númer á síðuna, hér er hið rétta: + (0)17628823630.

Myndir

Búin að setja myndir inn, spyrjið mig persónulega um password ef þið hafið áhuga á því að skoða þær... sumar eru óskýrar og úr fókus því ég var að prófa hina ýmsu fídusa á myndavélinni, afsakið það. Mér finnst nefnilega of mikið flass leiðinlegt og myndirnar verða gráar og litlausar...

Þetta eru myndir af stelpunum í heimsókn og úr partýinu góða á laugardaginn ;)

mánudagur, febrúar 13, 2006

Linkar og myndir

Hmmmm, linkarnir mínir eru eitthvað að klikka... ætla að prófa að blogga þetta og ath hvort þetta lagist. Annars ætla ég að setja inn myndir á morgun frá afmælispartýinu og heimsókn stelpnanna, ég fékk nefnilega digital myndavél frá þeim í afmælisgjöf :):):) Ekkert smá ánægð með það. Helgin var frábær með stelpunum, ótrúlega gaman að fá þær í heimsókn.

Meira á morgun, m.a. myndir!

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Þrjátíu Þrjátíu Þrjátíu

Það er víst ekki hægt að flýja lengur. Ég er komin yfir á fjórða áratug ævi minnar. FJÓRÐA. Úff, ég ætla að breyta lokaverkefninu mínu og finna upp leið til að vera alltaf á sama aldri í tvö ár, eftir tvítugt. Þá væri ég að fagna seinni hluta 25 ára aldurs núna.

En ég er auðvitað vitrari en allt viturt hafandi náð þessum háa aldri. Það er erfitt að vera svona afskaplega vitur, held ég verði að fá mér marga bjóra í kvöld. Er ekki eðlilegt að fólk fái bjórbumu á fertugsaldri? Það held ég. Kannski fylgja þessum áratug ýmis fríðindi. Eins og að mega vera með bjórbumbu.

Annars er skrýtið að eyða þessum degi sem ég hef borið óttablandina virðingu fyrir fjarri vinum og ættingjum. Svo þegar dagurinn rennur upp er þetta bara eins og hver annar dagur. Ég er ekkert öðruvísi í dag en í gær (fyrir utan það að ég tók eftir því í morgun að fylling hafði dottið úr tönn, sem er ótvírætt ellimerki), fyrir utan að hafa verið á 3. áratug ævi minnar í gær og er á 4. áratug í dag. AAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!!!!!!

Mér var samt bent á einn góðan punkt. Það er laaaaangt þangað til ég næ næsta 0-i. Hohohoho.

Bíðið bara... þið eruð næst!!!!!

mánudagur, febrúar 06, 2006

vinnusími

hóhó,

Nýi vinnusíminn minn er ++49 (341) 3550 512. Heimasíminn er bilaður :( Ætla að reyna að láta gera við hann í dag en veit ekki hvort það verði hægt :(

Í morgun var -11 stiga frost, "feels like -16" segja þeir. Það er ekkert lát á þessu frosti. Buhhuuhhuuuhhuuhhuu. Helga systir fór til Stokkhólms um helgina og átti ekki til orð yfir kuldanum. Já, það er kalt í Evrópu, þið Íslandsbúar megið vera fegnir góða veðrinu á skerinu.

Prófaði að klifra um helgina, það er stór klifurveggur hér í vinnunni. Mjög gaman, en scary. Vil prófa aftur, komst ekki einu sinni upp hálfan veginn liggur við. Næstum...

föstudagur, febrúar 03, 2006

Hehem, heimskuleg netpróf

You Have a Choleric Temperament

You are a person of great enthusiasm - easily excited by many things.
Unsatisfied by the ordinary, you are reaching for an epic, extraordinary life.
You want the best. The best life. The best love. The best reputation.

You posses a sharp and keen intellect. Your mind is your primary weapon.
Strong willed, nothing can keep you down. Your energy can break down any wall.
You're an instantly passionate person - and this passion gives you an intoxicating power over others.

At your worst, you are a narcissist. Full of yourself and even proud of your faults.
Stubborn and opinionated, you know what you think is right. End of discussion.
A bit of a misanthrope, you often see others as weak, ignorant, and inferior.