Króatía - Hvar?!

Nú styttist í Króatíu, aðeins fjórir dagar í brottför. Förum á laugardaginn og komum aftur heim á sunnudeginum 3. júní. Hlakka mikið til, búin að æfa líkamann í sólinni, hékk á ströndinni alla helgina og er því orðin kaffibrún og ljóshærð. Hehehehe. En það er um að gera að bæta á brúna litinn og ljósa hárið á eynni Hvar, þar sem við munum eyða þremur dögum við Adríahaf, borðandi sjávarrétti og drekkandi lókal vín. Mmmmmm. Ég er meira að segja farin að tala króatísku. Ég get sagt "Jasam gladna", "moran pisset", "pivo", "bog" og "hvala". Ætli ég muni ekki nota jasam gladna og moran pisset mest til að angra Tomi, en íslenska þýðingin væri "ég er svöng" og "ég þarf að pissa".
Svo koma mamma, Karlotta, Maja frænka (systir mömmu) og dóttir hennar Klara - 12. júní í tvær vikur. Vonandi verður veðrið eins gott þá og það er nú. Ótrúlegt að það hafið snjóað heima í gær, þið hafið alla mína samúð! Nú hlýtur sumarið að fara að koma, annars býð ég upp á fría gistingu hér í Leipzig sólinni í sumar.