þriðjudagur, maí 22, 2007

Króatía - Hvar?!


Nú styttist í Króatíu, aðeins fjórir dagar í brottför. Förum á laugardaginn og komum aftur heim á sunnudeginum 3. júní. Hlakka mikið til, búin að æfa líkamann í sólinni, hékk á ströndinni alla helgina og er því orðin kaffibrún og ljóshærð. Hehehehe. En það er um að gera að bæta á brúna litinn og ljósa hárið á eynni Hvar, þar sem við munum eyða þremur dögum við Adríahaf, borðandi sjávarrétti og drekkandi lókal vín. Mmmmmm. Ég er meira að segja farin að tala króatísku. Ég get sagt "Jasam gladna", "moran pisset", "pivo", "bog" og "hvala". Ætli ég muni ekki nota jasam gladna og moran pisset mest til að angra Tomi, en íslenska þýðingin væri "ég er svöng" og "ég þarf að pissa".

Svo koma mamma, Karlotta, Maja frænka (systir mömmu) og dóttir hennar Klara - 12. júní í tvær vikur. Vonandi verður veðrið eins gott þá og það er nú. Ótrúlegt að það hafið snjóað heima í gær, þið hafið alla mína samúð! Nú hlýtur sumarið að fara að koma, annars býð ég upp á fría gistingu hér í Leipzig sólinni í sumar.

fimmtudagur, maí 17, 2007

Bloggverkfall

Er í bloggverkfalli eftir úrslit kosninganna og eurovison... skandall. Á ekki til orð yfir úrslitum kosninganna - þetta er ekki eðlilegt. Ég kem ekki heim fyrr en búið er að skipta um ríkisstjórn, ætli ég þurfi að bíða í 16 ár til þess?

Undirbúiningur Zambíu hafinn. Þarf að fá 4 bólusetningar og kaupa allar gerðir af moskítóvörnum, net, sprey, krem, pillur og ég veit ekki hvað. Svo þarf maður helst að ganga í góðum gönguskóm alla daga í hitanum til að verjast sníkjudýrum og öðrum óskemmtilegum íbúum landsins. Vinnufélagi minn kom heim með tvo orma í andlitinu frá Kongó. Undir húðinni skiljiði. Óskemmtilegt. En ég hlakka mikið til og er að komast í gírinn.

Frídagur í dag. Ákvað að vera heima á þessum frídegi í stað þess að eyða honum með vinnuglöðu vinnufélögum mínum hjá Max, þar sem þeir sitja nú sveittir við tölvurnar. Engin furða að þeir eru að birta pappíra en ekki ég.

Helgin framundan :) Njótið...

fimmtudagur, maí 10, 2007

http://www.myspace.com/thewhitestboyalive


Er að fara á tónleika í kvöld með þessari hljómsveit (í titli), Whitest boy alive. Með söngvaranum í Kings of Convenience, hlakka mikið til. Þrjár aðrar hljómsveitir, ein frá Noregi en hinar frá Þýskalandi - ég þekki þær þó ekki. Ætlum að hittast hjá Söru fyrst, drekka bjór og panta pizzu, jibbbííí - mér líður nánast einsog það sé frídagur (kannski mestmegnis af því ég er ekki að gera neitt af viti).

Veit ekki hvað ég á að gera af mér í vinnunni í dag, er að drepast úr vöðvabólgu og get því eiginlega ekki farið á lab-ið. Kunnið þið gott ráð við vöðvabólgu???

mánudagur, maí 07, 2007

Meiri tímaeyðsla

YELLOW

You are very perceptive and smart. You are clear and to the point and have a great sense of humor. You are always learning and searching for understanding.

Find out your color at QuizMeme.com!


Mér leiðist....

þriðjudagur, maí 01, 2007

Myndir


Setti inn nokkrar myndir frá afmælisdegi Hernans þegar við fórum í kanósiglingu - fyrsti góði vordagurinn :)
Þetta eru Nandini og Katja :)
Er að horfa á Curb... get ekki hætt, muahahhahah.
Myndirnar eru á nýja linknum, sama password.

Þægilegar velúr buxur


find your inner clothing style @ quizmeme.com

Hahahahahaha, ég var að lesa bloggið hennar Skottu og sá þetta próf sem hún hafði tekið og ákvað að eyða óþörfum tíma í að taka það líka. Prófið heitir "hvers konar flík ert þú?" og hér kemur það, ég er "þægilegar velúr buxur". Sem er mjög lýsandi fyrir hugarástand mitt þessar vikurnar, ég er eins og heimakær húsmóðir sem nennir ekki út, ég hreinlega elska að vera heima. Á laugardaginn var ég búin að lofa Söru og Nandini að kíkja út með þeim, en eftir heilan dag á ströndinni var ég svo uppgefin að ég hreinlega gat ekki slitið mig frá sófanum. Ég var hæstánægð með að liggja upp í sófa í náttbuxunum með popp og súkkulaði og horfa á vidjó. Svo í gær var ég búin að lofa Söru að kíkja út með henni, því það er frídagur í dag, og ég stóð við loforðið (þótt ég hefði fremur kosið sófann kæra), en fór snemma heim með stórt bros á vör, skellti mér í bleiku velúr náttbuxurnar um leið og ég kom inn úr dyrunum og skellti mér upp í sófa og horfði á Curb your enthusiasm, loksins kom serían sem ég keypti mér á ebay, keypti allar seríurnar á hundrað evrur :)

Svo þetta próf lýgur ekki. Þetta er ég í hnotskurn: þægilegar velúr náttbuxur.