miðvikudagur, janúar 31, 2007

Meiri leikfimi hjá Ellen heilsufrík

Já já, eftir að ég byrjað að taka þorskalýsipillur getur ekkert stoppað mig lengur. Er alveg óð í líkamsrækt. Geri náttúrulega pilates á hverjum morgni og hjóla svo í vinnuna, og nú ætla ég að fara 1-2 í viku með Beu, kærustu Hannesar, í leikfimi rétt hjá heima. Það er ókeypis fyrsta mánuðinn, ætla sjá hvernig ég fíla þetta.

Svo eldaði ég voða góðan og hollan (amk að hluta til) mat í gær. Það var kjúklingasalat - afar einfalt. Það var engin uppskrift sem ég notaði, en ef þið viljið prófa þá setjið þið bara fullt af grænmeti í skál, einsog kál, gúrku, tómata og svo smá ávexti, voða gott að hafa vínber, jarðaber og epli. Svo steikið þið kjúklingabringuna upp úr olíu og setjið amk 2 teskeiðar af hunangi og fullt af valhnetum á pönnuna og þegar þetta er að verða tilbúið skellið smá klípu af gráðaosti úti. Svo er auðvitað gott að bæta smá mozarella eða e-r öðrum osti við. Mmmmmm, ég borðaði algerlega yfir mig.

Ellen heilsufrík. Fyrir utan laugardaginn. Hehem.

þriðjudagur, janúar 30, 2007

GREEEEEENNNJJJJJJJJ


Trúi þessu ekki. Hversu svekkjandi var þessi leikur????????? Jesús. En spennan maður, spennan. Ég var að fara yfir um. Er ein heima og keypti mér aðgang að leiknum á netinu, kostaði þrjár evrur og var hverrar evru virði. Ótrúlega spennandi, ég var gargandi hér og hoppandi, eftir því hvað við átti, með púða fyrir andlitnu hálfan leikinn því þetta var bara of taugatrekkjandi... En svekkið.... fokkans TÍU sekúndur og þeir skora. BUUUHHUUUHUUUHHHHUUUHHUUU.
En þetta var spennandi og þeir stóðu sig prýðilega, ótrúlega flottur leikur. Og bölvað að Króatía hafi tapað fyrir frökkum, ég hélt mest með þeim. Svekkjandi kvöld. Það verður ekki annað sagt.

mánudagur, janúar 29, 2007

Ég hata

Reykingar. Í alvöru - ég þoli ekki að það skuli vera reykt allstaðar hér. Var að bíða í strætóskýli í morgun og það voru þar um 6 manns sem allir voru að reykja... ógeð ógeð ógeð. Hvernig geta sex manneskjur í strætóskýli reykt? Þetta er verra en að vera á kaffibarnum. Á morgnana líka þegar maður er rétt komin framúr og vill anda að sér hreinu lofti. Hvernig getur fólk reykt snemma á morgnana? Þetta er ógeðslegur siður og það ætti að banna reykingar alls staðar á opinberum stöðum, líka í strætóskýlum!!! Held að 90% íbúa Leipzig reyki. Grrrrrrr.

Smá pirringur í gangi eftir erfiðan sunnudag sökum mikillar gleði á laugardag.

Mánudagur til mæðu.

föstudagur, janúar 26, 2007

Frost

Úff - í morgun var svo kalt að mig verkjaði í andlitið þegar ég hjólaði. Gallabuxurnar frusu við lærin nánast og eyrun kvörtuðu sáran. Hélt það væri amk 20 stiga frost, en þegar ég tjékkaði á veðrinu á netinu þá sá ég að það er ekki nema 6 stiga frost. Brrrrrrr....... hvernig verður þetta í meira frosti? Held ég muni halda mig innan dyra.

Er að hugsa um að reyna að koma mér í IKEA um helgina að kaupa mér dýnu. Er gersamlega að gefast upp á þessari viðurstyggilegu gormadýnu. Finnst ég aldrei sofa nógu vel á henni. Annars mun helgin að öðru leyti fara í það að undirbúa fyrirlestur sem ég þarf að flytja fyrir hópinn minn á mánudaginn. Fer svo loksins að vinna aftur á labinu - spennandi verkefni framundan...

Er búin að gera pilates- leikfimiæfingar á hverjum morgni næstum í tvær vikur, mæli með þessu, ég finn strax mun á mér. Þetta er það heitasta í dag, allir sem eru í toppformi eru að gera pilates ;)

Góða helgi

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Það er byrjað að snjóa..

.. í Lepzig. Kominn vetur. Í gær var sex stiga frost og í dag er allt hvítt. E-n veginn var ég farin að búast við að það myndi bara ekki koma neinn vetur í ár.

Fór í síðasta badmintontímann í gær. Langar á annað námskeið, þetta var mjög gaman.

Annars styttist barasta í afmælið mitt. Ætla að halda upp á það með Tomi sem á afmæli 8. febrúar og sambýlikonu hans og vini hennar. Sem sagt 4 manneskjur að halda upp á febrúarafmælin sín. Sambýliskona hans þekkir fólk í hljómsveit sem ætlar að spila í partýinu! Við höldum þetta heima hjá Tomi og sambýliskonunni - vonandi verður hljómsveitin góð. Ykkur er öllum boðið ;)

E

laugardagur, janúar 13, 2007

Íslandsmyndir frá jólatíma




Búin að setja inn myndir frá jólum og partýjum og gamlárs og fleira, á nýju myndasíðunni, sama password.

Fór til Dresden í dag með Marcel og Steffen vini hans á sýningu, mjög gaman - þetta er voða fín borg!

Míó hættur að pissa út um allt og ég er næstum búin að ná lyktinni burt, næstum.

Annars allt það sama, heitur janúar, týndur vetur og áframhaldandi leti.

Góða helgi

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Leipzig Leipzig Leipzig

Komin aftur heim - það var rosa gott að komast heim í íbúðina og til Míós. Fyrir utan það að hann pissaði á ferðatöskuna mína í morgun og ég þurfti að eyða morgninum í að þrífa og skipta um sand og svona skemmtilegt. Grrr.... Annars gekk ferðalagið vel í gær, var komin heim um hálf ellefu um kvöldið. Flugið gekk fínt, en ég var svolítið smeyk þegar ég fattaði að það var sami flugmaður og flaug vélinni til Íslands, þegar hann sagði "jech heeití XX ok jech e fra Frakklandi", þá runnu á mig tvær grímur - en lendingin gekk vel að þessu sinni enda engir 30 m/s hliðarvindar að skemma fyrir.

Ætla að setja inn myndir fljótlega, en læt hér fylgja með texta af lagi sem er búið að fylgja mér í gegnum jólafríið, Joni Mitchell og All I want (ótrúlega fallegt lag):


I am on a lonely road and I am traveling
Traveling, traveling, traveling
Looking for something, what can it be
Oh I hate you some, I hate you some
I love you some
Oh I love you when I forget about me
I want to be strong I want to laugh along
I want to belong to the living
Alive, alive, I want to get up and jive
I want to wreck my stockings in some juke box dive
Do you want - do you want - do you want
To dance with me baby
Do you want to take a chance
On maybe finding some sweet romance with me baby
Well, come on

All I really really want our love to do
Is to bring out the best in me and in you too
All I really really want our love to do
Is to bring out the best in me and in you
I want to talk to you, I want to shampoo you
I want to renew you again and again
Applause, applause - life is our cause
When I think of your kisses
My mind see-saws
Do you see - do you see - do you see
How you hurt me baby
So I hurt you too
Then we both get so blue

I am on a lonely road and I am traveling
Looking for the key to set me free
Oh the jealousy, the greed is the unraveling
Its the unraveling
And it undoes all the joy that could be
I want to have fun, I want to shine like the sun
I want to be the one that you want to see
I want to knit you a sweater
Want to write you a love letter
I want to make you feel better
I want to make you feel free
Hmm, hmm, hmm, hmm,
Want to make you feel free
I want to make you feel free