mánudagur, júlí 31, 2006

komin heim

Þá er ferðalagið búið og ég er komin aftur til Leipzig. Er reyndar á leið til Englands í fyrramálið, en verð komin aftur til Leipzig á fimmtudaginn :) Set myndir frá íslandi inn bráðlega... af yndislegri náttúru og þjóð, hohoho.

föstudagur, júlí 07, 2006

Smá ruglingur

Ég var að skoða flugmiðann minn aftur, og sá að ég kem heim á miðnætti, ekki í hádeginu, grr... það stendur nefnilega 12:15 á miðanum sem maður gæti nú haldið að væri hádegi þar sem ekki stendur 00:15 sem er svona aðeins 'tæknilegra', en svo stendur AM. Jamm, AM stendur víst fyrir After Midnight ekki satt?! damn, þá kemst ég ekki með ykkur stúlkur mínar á Sólon - mig langaði þvílíkt að fara með, oh, hvað ég er vitlaus. En það er ágætt að þurfa ekki að taka lestina svona um miðja nótt, nú hef ég nægan tíma.

Æ, darn....

styttri tími á íslandinu góða, ég sá fyrir mér að hitta familiíuna á sunnudeginum, vinina um kvöldið og ég veit ekki hvað.

Jæja,

það þýðir ekki að væla yfir þessu.

Sjáumst á mánudaginn!

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Ítalía Frakkland / Frakkland Ítalía?

Ég veit ekki svei mér þá. Ég á mér ekkert uppáhaldslið lengur. Fór á Agustusplatz í gær og horfði á leikinn eftir að hafa farið að vatninu með kollegum mínum - mjög gaman. Í hópnum voru tveir Frakkar, par - og þau voru svo sæl og yndisleg eitthvað þegar Frakkland vann að ég held ég verði bara að halda með Frökkum núna. Allez les blues.

Adrian kominn aftur til Leipzig eftir margra mánaða fjarveru, mjög gaman að fá drenginn aftur. Og flestir eru að koma aftur af ráðstefnum og fríum, farið að lifna aðeins yfir hópnum aftur, einmitt þegar ég er að fara. En ég hlakka mest í heimi til að fara heim. Samt spæld að fara frá þessari blíðu, án gríns, þetta er svo ótrúlega fínt veður, elska þetta. Á morgnana, hvern einasta morgun í júní held ég bara (og það sem liðið er af júlí) þarf ég bara að hoppa í pils, hlýrabol og flip-flop skó og fara í vinnuna. Engar sokkabuxur, engir sokkar, engin peysa, engin jakki - ekki einu sinni peysa til öryggis, þótt þú vitir að þú ætlir út um kvöldið beint eftir vinnu. Gerir ekkert til, það verður svalara og þægilegra, en þú getur enn verið á hlýrabolnum og pilsinu. Lovit.

Og það er svo yndislegt að fara heim að þessu vatni. Tekur um 30 mín að hjóla frá mér - og maður hjólar mest alla leiðina í gegnum skóg. Lovit líka.

Er komin í frí í huganum. Verð að fara á lab-ið og koma e-u í verk áður en ég kem heim. Í fyrsta sinn á ævinni finnst mér pínu erfið tilhugsun að fara í frí. Finnst eins og ég muni detta út úr þessu hér í vinnunni, missa af e-u. Ekki félagslega, heldur vinnulega. Finnst eins og ég þurfi að halda mér við efnið endalaust. Skrýtið, ekki líkt mér.

Sjáumst eftir 3 daga!

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Þjóðarsorg

Ég er svekkt og sár - ótrúlega var leiðinlegt að sjá þessi mörk skoruð á síðustu stundu. En þjóðverjar voru einfaldlega ekki að standa sig nógu vel, Podolsky klúðraði góðu færi og þeir bara komu ekki boltanum í markið. Ansssk.. en það hefði raun verið glatað líka hefðu þeir unnið, og unnið svo alla keppnina og ég hefði misst af allri stemningunni heima á Íslandi. Þannig að þetta er svona hálfgert lán í óláni fyrir mig, hehe.

Nú veit ég eiginlega ekki með hverjum ég á að halda, Ítalir eru eitthvað svo miklir leikarar og fantar, Portúgal átti eiginlega ekki skilið að vinna Hollendinga, voru líka of miklir fantar, en þeir samt kepptu við Grikki í EM um titilinn og áttu hann eiginlega meira skilið en Grikkir... Frakkar eru of frægir eitthvað og fyrirsjáanlegir... en ég komst að þeirri niðurstöðu á leiðinni í vinnuna í morgun að það væri líklegast best að halda með Portúgölum. Því þeir hafa amk ekki unnið eins oft og hin liðin. Leiðinlegt að það séu bara Suður-Evrópulönd eftir.

Æ já, svona er þetta bara, það þýðir víst ekki að taka þetta of persónulega (hel. ítalir) hehem.

4 dagar þangað til ég kem heim, Guðbjörg ætlar að panta borð fyrir okkur á Sólon svo við getum horft á úrslitaleikinn þar :)

Hlakka til.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Þýskaland gegn Ítalíu


Mikil spenna í loftinu aftur. Þjóðverjar leika gegn Ítölum kl. níu í kvöld. Gríðarleg spenna. Fyrst verður grillað hér á þakinu í vinnunni kl. sjö og svo verður horft á leikinn. Spennó spennó.

Kem heim eftir aðeins fimm daga. Finnst það ótrúlegt. Er að reyna að fá allar mtDNA raðir frá Filippseyjum áður en ég kem heim, svo ég geti nú unnið heima. Neeeei, djók. Þetta verður alveg alveg vinnulaust frí. Búin að leigja bíl (ætla að reyna að breyta í 15. júlí) og ætla að keyra hringinn í fyrsta sinn á ævinni. Hlakka til að sjá nýja staði á Íslandi. Keypti mér hallærislegustu vindbuxur í heimi í gær fyrir ferðina. Hvers vegna er ekki hægt að búa til almennilegt snið á regnbuxum??? Ótrúlegt. Og keypti mér líka speedo bikiní sem hægt er að synda í án þess að það detti niður um mann. Hlakka mikið til að fara í sund, hef ekki farið í sund síðan síðasta sumar. Hlakka líka til að fá mér eina með öllu. Mmmmmm.