miðvikudagur, júní 27, 2007

Myndir frá fjölskyldunni


Búin að setja myndir inn frá ferðinni, í Myndir III!
Er á leið til Hamborgar á morgun - verð þar alla helgina, með nett samviskubit yfir því. Þarf að vinna vinna vinna, grenj....
Þetta eru sætu unglingsstelpurnar hér fyrir ofan, passa vel inn í graffítivegginn ;)
Er að drekka malt og appelsín og borða nóa og siríus súkkulaði með rúsínum. Gæti lífið verið betra?

þriðjudagur, júní 26, 2007

Gestirnir farnir

Fjölskyldan farin :( Nú er ég aftur ein í kotinu. Þær fóru í morgun með sjö ferðatöskur og annað eins magn af handtöskum ;) Það verður ansi tómlegt án þeirra, snökt snökt. Míó verður líka örugglega mjög leiður, hann fílaði vel að hafa svona mikið af fólki í kringum sig. Ekki alltaf einn heima greyið.

Svo er það Hamborg á fimmtudaginn, ætla að fara á Arctic Monkeys tónleika og vera svo í borginni yfir helgina. Borða ferskan fisk og horfa út á hafið.

Set myndir inn fljótlega af sætu stelpunum!

miðvikudagur, júní 20, 2007

Komin með stutt hár! amk styttra...


laugardagur, júní 16, 2007

Íslensk heimsókn

mmmm, mamma og Karlotta og aðrir fjölskyldumeðlimir eru komnir í heimsókn og komu með fullt af góðgæti með sér, meðal annars yndislegar djúpur. Ekki nóg með það, heldur fékk ég líka malt og appelsín, harðfisk og nóa og siríus súkkulaði, alger hátíð hér á bæ. Elska íslenskt nammi og íslenskan harðfisk, og auðvitað íslenskt gos!!!

Stúlkurnar eru búnar að skoða bæinn í Leipzig inn og út, en við eyddum líka tveimur dögum í Berlín, en nú þurfa þær greyin að vera á eigin spýtum því ég er á fullu að undirbúa fyrirlestur fyrir mánudaginn, glated.

Hafið annars góða helgi :)

fimmtudagur, júní 07, 2007

Enn annað myndaalbúm

Búin að fylla öll albúm og þurfti því að búa til nýtt, þar getið þið fundið fleiri myndir frá Króatíu - ég set inn texta fljótlega... þegar fer að róast aftur. Er búin að vera á námskeiði alla vikuna í "phylogeny" - ógeðslega erfitt og á morgun vilja þeir að við tökum 90 mín. próf úr þessu. Djæs - held ég gefist upp!

þriðjudagur, júní 05, 2007

Búin að setja inn nokkrar myndir, von á fleiri myndum síðar...

þær eru í almbúminu Króatía sem er undir linknum "fleiri myndir". Sama password.

mánudagur, júní 04, 2007

langar aftur til Króatíu

sunnudagur, júní 03, 2007

Leipzig ó Leipzig

Komin heim frá Króatíu :) Ferðin var í alla staði alveg frábær, ég er endurnærð og tilbúin í slaginn aftur hér í borg. Tókum skrilljón myndir, mun skella þeim inn sem fyrst.