Myndir frá fjölskyldunni

- Lífið í Leipzig -
Fjölskyldan farin :( Nú er ég aftur ein í kotinu. Þær fóru í morgun með sjö ferðatöskur og annað eins magn af handtöskum ;) Það verður ansi tómlegt án þeirra, snökt snökt. Míó verður líka örugglega mjög leiður, hann fílaði vel að hafa svona mikið af fólki í kringum sig. Ekki alltaf einn heima greyið.
Svo er það Hamborg á fimmtudaginn, ætla að fara á Arctic Monkeys tónleika og vera svo í borginni yfir helgina. Borða ferskan fisk og horfa út á hafið.
Set myndir inn fljótlega af sætu stelpunum!