sunnudagur, desember 24, 2006
mánudagur, desember 18, 2006
Maðurinn
Fann þessa flottu síðu (í titli) um allar tegundir mannsins frá BBC - myndræn og flott, lítill texti, ef þið hafið áhuga á að fræðast um þróun mannsins.
Annars eru bara fjórir dagar þar til ég kem heim. Búin að kaupa mér lestamiða til Berlínar á föstudagsmorgni, en flýg heim um kvöldið. Ætla að kíkja í búðir í Berlín, finna búðir sem selja Camper skó og reyna að finna mér fína vetrarskó. Annars er ekkert vetrarlegt, veturinn er bara ekki enn byrjaður hér í Evrópu allri held ég, hlakka eiginlega bara til að koma heim í kuldann og snjóinn og myrkrið! Góður undirbúningur fyrir kaldan janúar og febrúar í Þýskalandi, ekki nema veturinn sitji hjá þetta árið.
Kem sem sagt heim 22. des, vonandi get ég platað e-n með mér í kaffi/bjór á Þorlák...
E
Annars eru bara fjórir dagar þar til ég kem heim. Búin að kaupa mér lestamiða til Berlínar á föstudagsmorgni, en flýg heim um kvöldið. Ætla að kíkja í búðir í Berlín, finna búðir sem selja Camper skó og reyna að finna mér fína vetrarskó. Annars er ekkert vetrarlegt, veturinn er bara ekki enn byrjaður hér í Evrópu allri held ég, hlakka eiginlega bara til að koma heim í kuldann og snjóinn og myrkrið! Góður undirbúningur fyrir kaldan janúar og febrúar í Þýskalandi, ekki nema veturinn sitji hjá þetta árið.
Kem sem sagt heim 22. des, vonandi get ég platað e-n með mér í kaffi/bjór á Þorlák...
E
föstudagur, desember 15, 2006
Heimkoma

Jæja, nú er ég búin að setja inn myndir frá ferðinni - það er nýr linkur fyrir neðan hinn myndalinkinn. Þið getið einnig skoðað tvö videóbrot úr ferðinni ef þið farið inn á my videos á fotki þar sem myndirnar eru geymdar.
Annars var þetta frábær ferð í alla staði- mikið ævintýri, hefði bara viljað vera lengur og ferðast meira. Það rifjaðist ótrúlega margt upp fyrir mér frá fyrri ferð með Kötu og Elínu, og það allra fyrsta var lyktin - sem er svo ótrúlega sérstök eitthvað, engu lík.
Er heima í dag að jafna mig í maganum... hehe, enginn sleppur án magapínu frá Indlandi - hún náði mér á síðasta degi ferðarinnar, hálftíma fyrir flug. Indland er erfitt - en krefjandi og alltaf spennandi. Indand er engu líkt!
Verð að fara, skrifa meira seinna.