Farin til Afríku

Jæja, þá verð ég komin til Sambíu á morgun. Legg af stað síðdegis í dag, tökum lest til Frankfurt og fljúgum þaðan til Addis Ababa, og svo þaðan til Lusaka. Verð komin hálf þrjú á morgun til Lusaka, höfuðborgar Sambíu. Vona að allt ferðalagið gangi vel, og að allur farangur komist á leiðarenda.
Ég mun sennilega ekkert láta heyra í mér fyrr en eftir sex vikur þegar ég kem aftur til Leipzig. Kem aftur 14. september.
Svo ég kveð í sex vikur, hafið það gott elskurnar ;)