þriðjudagur, júlí 31, 2007

ÞRÍR DAGAR

í sambíu............ úúúú

er orðin veeeerulega spennt - var í bænum í dag að versla meira, djöfull elska ég útivistadót. Því miður hægt að taka takmarkað með. Keyptum tjald, lítið tveggja manna tjald fyrir mig og Cecare - eins gott að við verðum ekki miklir óvinir í ferðinni. Búin að kaupa mér lítinn ferðakodda, lítið ferðahandklæði (næstum á stærð við spilastokk), lítinn og léttan svefnpoka, og lítið og létt sænguver - sérhannað í ferðalagið, og ég veit ekki hvað annað lítið-ferða ég er búin að kaupa. Held ég hafi aldrei verið eins vel undirbúin fyrir ferðalag. En þetta eru líka sérstakar aðstæður, engir ferðamenn, staðsetningar gefnar upp í hnitum og hvergi símasamband. Hvað þá netið. Þannig að ég verð ekki við í sex vikur, fjarri góðu gamni. Við erum heppin ef við finnum vegi þarna. Las frétt frá sambíu á netinu um það að heilt þorp þurfti að flýja heimili sín vegna daglegra árása fíla! Eheh, best að forðast það þorp. Samt væri nú gaman að koma auga á villta fíla e-s staðar, og ljón, og krókódíla :)

föstudagur, júlí 27, 2007

Ísland fagra Ísland


Fór í annað skipti til læknis í dag til að fá bólusetningu. Ekki annað hægt en að fyllast heimþrá við þessar læknisheimsóknir þar sem gangarnir eru prýddir 20 innrömmuðum ljósmyndum frá Íslandi. Ísland fagra Ísland. Læknirinn er afar fyndinn og skringilegur maður, eins og flest allir læknar sem ég hef farið til í Þýskalandi. Það tók hann lengri tíma að vanda sig við að líma bólusetningarlímmiðana í bólusetningarkortið mitt heldur en að bólusetja mig. Hann vandar sig við að klippa út, setur sterkt aukalím á límmiðana, klessir þeim svo ofur fast í kortið og strýkur yfir hvernig límmiða í korter. Og segir mér í leiðinni að á Íslandi voru næstum engin tilfelli af lungnakrabba fyrir seinni heimstyrjöldina, en síðan komu kanarnir með tóbakið og spilltu þjóðinni og nú er tíðni lungnakrabba jafn há á Íslandi og annars staðar. Þetta þótti honum afar miður. En hann var þó var ángæður að heyra að ég reykti ekki. Hann bætti því við að Ísland ætti að vera fyrirmynd allra þjóða því það hefur ekki tekið þátt í neinu stríði. Ég minnti hann þá á þorskastríðið við Bretana, held hann hafi orðið pínu svekktur.

Nú er allt að verða tilbúið fyrir Sambíu. Enda vika í brottför. Farin að hlakka meira og meira til, hringdi í dag í hostelið okkar í Lusaka (höfuðborginni) og talaði þar við indæla konu sem talaði með mjög sterkum "afríkönskum" hreim - mjög gaman, þetta verður algert ævintýri.

Ætla að kíkja til Nandini og Söru í kvöld í mojitos stuð. Ætlum að dressa okkur upp, fara í kjóla og drekka kokteila og kíkja svo út á lífið.

Góða helgi

fimmtudagur, júlí 26, 2007

LCD sound system - someone great

Lag dagsins...


I wish that we could talk about it,
But there, that's the problem.
With someone new I could have started,
Too late, for beginnings.
The little things that made me nervous,
Are gone, in a moment.
I miss the way we used to argue,
Locked, in your basement.

I wake up and the phone is ringing,
Surprised, as it's early.
And that should be the perfect warning,
That something's, a problem.
To tell the truth I saw it coming,
The way, you were breathing.
But nothing can prepare you for it,
The voice, on the other, end.

The worst is all the lovely weather,
I'm sad, it's not raining.
The coffee isn't even bitter,
Because, what's the difference?
There's all the work that needs to be done,
It's late, for revision.
There's all the time and all the planning,
And songs, to be finished.

And it keeps coming,
And it keeps coming,
And it keeps coming,
Till the day it stops
(Repeat x3)
And it keeps coming,
(Repeat x7)
Till the day it stops.

I wish that we could talk about it,
But there, that's the problem.
With someone new I couldn't start it,
Too late, for beginnings.
You're smaller than my wife imagined,
Surprised you were human.
There shouldn't be this reign of silence,
But what are the options?

When someone great is gone.
(Repeat x8)

We're safe, for the moment.
Saved,
For the moment

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Blóðsugur


Fór í þýska sveit um helgina. Hannes bauð mér, Tomi, Söru og Hernan heim til foreldra sinna þar sem dekrað var við okkur alla helgina. Mjög fallegt svæði þar sem drengurinn ólst upp, rétt við gömlu landamærin við vestur Þýskaland. Fórum meðal annars til Duderstadt (til hliðar), ekkert smá fallegur bær þar sem nánast hvert einasta hús í miðbænum er eins og myndin sýnir til hliðar, afar sætt! Borðuðum yfir okkur af þýskum mat sem foreldrarnir reiddu fram við hvert tækifæri, meðal annars er hefð fyrir því að borða HRÁTT svínahakk ofan á brauð, get ekki sagt að ég hafi komist upp á lagið með það. Stundum er hakkið svo ferskt að það er heitt... urgh... Fórum að vatni á sunnudeginum í 35 stiga hitanum og kældum okkur niður. Þar krækti ég mér í tvö stykki "tick" hvað sem það heitir nú á íslensku, svona pöddur sem skríða undir húðina og lifa á blóði, og bera með sér sjúkdóma eins og heilahimnubólgu og lyme disease. Þurfti að fara til læknis í dag til að láta fjarlægja restina af einni pöddunni sem Hannes náði ekki alveg úr. Oj. Vona að ég sé ekki komin með e-n sjúkdóm, svona rétt fyrir Afríku!

Annars er ekki mikið í fréttum, allt brjálað að gera á lab-inu hjá mér, sé varla fyrir endanum á þessu og það er afar stressandi. Er varla byrjuð að undirbúa Zambíu, líka afar stressandi. En ég hlakka til að hitta Öglu um helgina í Berlín, það er enn tími fyrir ykkur hinar að koma yfir, kaupa miða í dag og kíkja við :)

Kveðja frá stressuðu Ellen

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Ég er raunsæismanneskja




You are Totally Realistic



"Romance" means you're about to roll your eyes

Seriously, you can do without the sap or drama

Save it for someone who has nothing really going on in their relationship



For you, love is real - and easily integrated into your life

You don't need candles, flowers, or chocolates to know he's the one

Just some stimulating conversation... and maybe a great smile.